Þjónusta við þitt hæfi
The difficult I'll do right now, the impossible will take a little while.
-- Bob Russell
Ef verkefnið snýst um meðhöndlun gagna, innleiðingu nýrrar lausnar, útleiðingu gamallar lausnar, samþættingu lausna, gagnadrifnar ferlaumbætur, vöruhús gagna, skýrslugerð eða greiningar á gögnum eru ágætis líkur á að ég geti aðstoðað.
Sú aðstoð getur meðal annars verið ráðgjöf, verkefnastjórnun og forritun, allt eftir umfangi og stöðu verkefnisins og því hvaða auðlindir aðrar eru tiltækar.
Nánar tiltekið til dæmis:
- Greining á viðskiptalegum forsendum og þörfum. Hvaða vandamál þarf að leysa og hvernig er það hægt? Hvað er hagkvæmast?
- Samskipti við birgja og verkefnastjórnun.
- Greining á gagnalíkani, gagnaskilum og forritaskilum hugbúnaðarlausnar, til að koma gögnum í lausnina eða ná þeim út úr lausninni, hvort sem er til að straumlínulega ferla eða byggja upp vöruhús gagna.
- Greining á gæðum gagna og tækifærum til að bæta þau.
- Umbreyting hrágagna í greiningarhæf gögn í vöruhúsi gagna eða einföldu gagnaskema.
- Uppsetning á verkfærum til sjálfsafgreiðslu fyrir skýrslugerð og greiningu gagna.
- Fornleifarannsóknir, er eini starfsmaðurinn sem þekkti tiltekna lausn hættur og lausnin stopp? Hvernig er hægt að blása lífi í lausnina eða afleggja hana.
Sendu mér línu á magnus[hjá]mg.is og segðu mér frá þínu viðfangsefni.