Gagna-Magnús
Hvort sem þú ert með gamla innleiðingu og úreltar aðferðir sem þarf að lappa upp á eða ert tilbúinn í að stökkva á það nýjasta sem er í boði í dag þá er Gagna-Magnús upplagður meðspilari.
Manstu eftir Microsoft Multiplan? Nei, það er ekki von, hugsaðu um níunda áratuginn, MS-DOS og diskettur, það er svona langt síðan að Gagna-Magnús vann sitt fyrsta gagnagreiningarverkefni. Síðan eru liðin mörg ár og á þeim tíma hefur Gagna-Magnús komið að fleiri verkefnum og verkfærum tengdum meðhöndlun og greiningu gagna en hann getur rifjað upp.
En óttist ekki, Gagna-Magnús þyrstir sífellt í nýjan fróðleik um aðferðir og lausnir á þessu sviði og hann er alltaf með nokkrar nýjar tækniskammstafanir á hraðbergi.
En hann er líka ágætlega skólaður, með B.Sc. í tölvunarfræði, M.Sc. í fjármálum fyrirtækja, burtfararpróf í söng og litla gagnavísindagráðu í farvatninu.
Smelltu pósti á magnus[hjá]mg.is til að heyra meira.